Í gær kom út nýtt lag og myndband með Cacksakkah. Þetta er jólalag í nýjum búningi og viðurkennir Cacksakkah að þetta sé hræðileg útgáfa.
“Já, guð minn góður, þetta er það langversta sem ég hef gefið út. Ég hef staðið mig ver á tónleikum en ekki í útgáfu”
Lagið sem um ræðir er lagið “Jól alla daga” sem Eiríkur Hauksson gerði frægt hér um árið, en lagið er erlent og textinn er eftir Jónatan Garðarsson, júróvísjónalvald. Upptókur fóru fram í Rúnkskúrnum nú í október.
“Ég tók þetta upp í október, kannski ekki alveg kominn í jólafílinginn. Ég ætlaði nú ekkert að gefa þetta út, þetta er alveg hræðilegt. En eftir að hafa hlustað á önnur jólalög í útvarpinu þá er þetta bara svona svipað. Þessi lög eru hræðileg og þau hætta aldrei. Og maður er hvergi óhultur fyrir jólalögunum, þetta er á öllum útvarpsstöðvum, búðum og börum. Það er ekki einu sinni hægt að labba yfir götu án þess að bílar séu blastandi jólalögum út um allt. Þess vegna varð ég bara að gefa þetta út”.
Aðspurður um móttökur þá segir Cacksakkah að þær hafi verið eins og búast hafi mátt við. En einn áðdáandinn lýsir því vel hvernig fólki líður eftir hlustun:
Manni líður eins og maður hafi orðið undir kókakólalestinni. Fyrst einn trukkur, svo næsti, og þá einn í viðbót og….
Hér að neðan má sjá myndbandið
Takk fyrir þessa tónlist Cacksakkah.
Þetta gerir mikið fyrir mig sem öryrkja. Þetta hressir mig við og gleður.
Guð blessi þig elsku vinur.