Eins og aðdáendur Cacksakkah vita er tónlistarmaðurinn mikið jólabarn og hefur hann sent út jólatónleika úr Rúnkskúrnum á aðventunnni síðustu tvö ár. Vonast er til að hægt verði að endurtaka leikinn í ár. Fyrir síðustu jól kom út lagið Viltu jól? sem var samstarf Cacksakkah og Ólafs Guðsteins. Þetta lag sló í gegn því hefur Cacksakkah setið sveittur í Rúnkskúrnum við að semja nýtt jólalag. Nú er eingöngu eftirvinnslan eftir en landsmenn fá að heyra lagið desember. Að sögn höfundar er lagið mjög grípandi og einfalt og algert eyrnakonfekt sem auðvelt er að fá á heilann. Það má því segja að Cacksakkah sé að bjarga jólunum og desember öllum. Aftur.
Ekki gleyma að skoða myndböndin!