Cacksakkah í nýju viðtali!

Hægt verður að fá bæði glæran og svartan vínyl

ÞRIÐJA BYLGJAN

Rapp platan ÞRIÐJA BYLGJAN með Cacksakkah kemur út þriðjudaginn 2. mars. Tilurð plötunnar að sögn Cacksakkah að í snemma síðasta haust kom fram skoðun tónlistar skríbents að rappið á Íslandi væri dautt. Í þeim pistli var farið yfir íslensku rappsenuna og sagt að þriðja bylgja rappsins hefði gengið af því dauðu. Þessi pistill olli miklu fjaðrafoki og mikið var rætt um hvað væri til í þessu.

Margir sögðu mikið til í þessu á meðan aðrir töluðu um að höfundurinn vissi nú ekki einu sinni að þriðja bylgjan væri ekki hafin, aðeins væri hægt að ræða um tvær bylgjur í íslensku rappi. Cacksakkah segir að með plötu sinni sé hann annað hvort að starta þriðju bylgjunni eða ganga endanlega frá henni, það fari algerlega eftir viðtökunum.

„Ég ákvað að koma rappinu til bjargar og nú er ég eini íslenski rapparinn.  Ef fólk er ekki fíla þetta er þetta síðasta naglinn í kistuna. Ef fólki líkar þetta er upprisan hafin”.

Cacksakkah hafði aldrei rappað áður en hann gerði ÞRIÐJU BYLGJUNA en segir sér það í blóð borið.

„Í laginu „Hvernig fílarðu lífið?” er ég að hvetja menn áfram í að gera eitthvað án þess að geta. Svo í laginu “Ég skal hætta að rappa” er ég að rappa um að nú sé í raun nóg komið hjá íslenskum röppurum, að nú skuli þeir hætta enda kunni þeir þetta ekki. Það er viss mótsögn í þessu en lífið er ein allsherjar mótsögn”

Langt ferli

Cacksakkah segir að hann hafi byrjað á plötunni strax í september og verið frekar fljótur að semja lög og texta og að í fyrstu hafi hann ætlað að gefa plötuna út fyrir jól. Hins vegar hafi mikil vinna farið í allskyns vinnslu við lögin og hafi hann stöðugt verið að breyta og bæta hljóðheiminn í lögunum.

Þá hafi mikill tími farið í myndbandið við lagið „Ég skal hætta að rappa” Hann hafi fengið tvo vana leikstjóra til að stýra sér enda ekkert smá mál að leikstýra Cacksakkah svo vel sé. Öll vinnslan í kringum myndbandið hafi verið mjög tímafrek en einkar lærdómsrík.

„Ég er mjög sáttur við að þetta hafi ekki komið út í einhverjum flýti fyrir jól. Ég hafði þá líka tíma til að skella í tvö jólalög sem aðdáendur voru mjög hrifnir af. Eftir jól hef ég nýtt tímann og fínpússað lögin, lagað myndbandið og pælt í framhaldinu”

Plata í fullri lengd

Einungis tvö lög eru á plötunni og segir Cacksakkah það engin tilviljun:

„Þetta er plata í fullri lengd. Fólk getur kallað þetta smáskífu, þröngskífu eða hvað sem er. En það gerir sér ekki grein fyrir að almenningur hefði ekki ráðið við fleiri lög af þessum kaliber. Fleiri lög hefðu ekki bætt plötuna. Hún er fullkomin svona.”

Cacksakkah hefur í nógu að snúast á næstunni. Helsta er að tökur á myndabandi við „Hvernig fílarðu lífið?” hefjast fljótlega. Þá stefni hann í aðra vínyl plötu á árinu. Þar mun rappið ekki verða fyrirferðamikið enda er Cacksakkah svo miklu, miklu meira en bara rappari.

„en ef fólk vill meira rapp, þá fær það meira rapp”

Útgáfupartý

Á mánudaginn verður útgáfupartý, myndbandið frumsýnt og platan seld í forsölu:

“Ég býð öllum í Rúnkskúrinn, á meðan rými leyfir, til að fagna með mér. Partýið hefst um 20:00 og klukkan 21:00 horfum við saman á myndbandið á Youtube þegar það verður frumsýnt. Ég verð með plötuna til sölu í forsölu þetta kvöld. Ég lofa miklu stuði”

Fyrir þá sem ekki komast í partýið verður frumsýning myndbandsins hér https://youtu.be/gOUO6aLynx8 á mánudagskvöldið á slaginu 21:00.

Rúnkskúrinn hefur verið skreyttur með plakötum

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *