Nýja jólalagið frá Cacksakkah er komið út. Afar grípandi lag sem fær alla til að góla inn jólin. Spangóla, það er. Einhverra hluta vegna ákvað hin sérstak dómnefnd Rásar 2 að útiloka Cacksakka frá Jólalagakeppninni, annað árið í röð:
Mér sárnar. Ég lagði mikið á mig til að gera þetta lag. Það fór alveg gríðarlega mikill tími í upptökur, mix og masteringu. Mitt fyrsta og eina gítarsólo hingað til, er til að mynda í laginu og þá meina ég fyrsta gítarsólóið sem ég hef leikið á gítar. Þetta eru tímamót. Mér finnst ég loksins hafa gert lag sem mér finnst að eigi að fá almennilega spilun, en sérfræðingar eru ekki sammála. En ég mun aldrei hætta, aldrei gefast upp. Ég mun senda lag í keppnina að ári.
Lagið er að finna á Bandcamp þar sem hægt er að fá það fyrir smáaura. Hægt er að hlusta á það hér á síðunni en það kemur líka út á Spotify og öðrum veitum á næstu dögum. Að sjálfsögðu fylgir myndband við lagið sem sjá má á Youtube:
Ég ákvað að endurnýta myndbandið frá því í fyrra líkt og glöggir aðdáendur sjá. En ég fer nýjar leiðir í myndbandsgerð í ár og bjó til einhverja mestu snilld sem ég hef gert, þó ég segi sjálfur frá. En ég hef lært mikið á þessari vegferð og mun halda áfram ótrauður.
Cacksakkah hefur eins og margir aðrir tónlistarmenn notað covíd til tónlistarsköpunnar og er margt í bígerð hjá honum:
Þó ég hafi bara náð að gefa út Þriðju Bylgjuna á síðasta ári þá tók ég upp mikið af lögum og nú fer að styttast í fyrstu stóru plötuna. En við skulum bara leyfa lífunu að ganga sinn gang. Nú er desember og jólin nálgast með allri sinni dýrð. Kannski ég skelli í eina Jólaföstuskemmtun, það er aldrei að vita. Þær hafa heppnast gríðarlega vel undanfarin tvö ár. En líklega verður hún með öðru sniði í ár. En þangað til óska ég landsmönnum gleðpilegrar aðventu.
myndi cacksakkah íhuga að græða eyru af svíni á ennið á sér?