Nýtt lag frá Cacksakkah veldur usla í netheimum

Of mikill pönkari…

Nú í vikunni sendi Cacksakkah frá sér sjötommuna ÞRIÐJA BYLGJAN og á sama tíma gaf hann út myndband að laginu “Ég skal hætta að rappa”.  Tengli að laginu og myndbandinu var tímabundið eytt út af Facebook síðunni “pönkarar Íslands…ræflarokk…”  Forsagan er sú að Friðrik Atlason (aka Cacksakkah) deildi tengli að laginu inn á síðu pönkaranna, sem fór greinilega mikið fyrir brjóstið á listamanni að nafni Lúðvík Karlsson sem sagði í kommenti undir tengilinn “Þvílíkt DRASL. Taktu þetta út S T R A X”.

Hér má sjá ummæli Lúðvíks á Facebook

Ekki lét hann þessi skilaboð nægja heldur fór hann á Youtube veituna og óskaði Cacksakkah dauða. Í kommenti undir laginu skrifaði hann “Æi, hengdu þig”:

Og þessi setti hann á Youtube

Í framhaldinu var lagið síðan tekið út af síðu ræflarokkaranna.  Friðrik sendi stjórnendum síðunnar fyrirspurn og athugasemd vegna þessa og fékk það svar að búið væri að henda Lúðvíki úr hópnum og lagið sett aftur inn. Mikil og skemmtileg umræða myndaðist síðan um hvað væri pönk.  

Friðrik sem hefur undanfarin ár gert tónlist undir nafninu Cacksakkah undrast þessi viðbrögð við laginu. Ekki skilji hann af hverju einhver vilji hann dauðann vegna þessa lags, sér í lagi maður sem áhuga hefur á pönki. Ef þetta hefði verið Frikka Dór aðdáandi eða einhver tengdur íslensku rappsenunni hefði hann ekki verið eins hissa þó svo aldrei hefði honum dottið í hug að einhver vildi að hann tæki eigið líf. En listamaður sem missir algerlega stjórn á sér vegna svona lags er þröngsýnn og mætti gleymast öllum sem fyrst.

Friðrik hefur litið á sig sem pönkara frá unglingsaldri, ef ekki fyrr en hann kynntist fyrst pönkurum í Danmörki 1981 þegar hann bjó þar. Á menntaskólaárunum var hann í hljómsveitinni Örkuml sem var á þeim tíma ein virkasta pönksveit landsins.Í dag býr hann til tónlist undir merkjum Cacksakkah sem gert hefur góðlátlegt grín af öðrum tónlistarmönnum meðfram því að búa til jólalög og  pönktónlist. Öll hans tónlist hans ber með sér að hún sé sköpuð í anda eins frægasta mottó pönksins: “Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir” og þó Cacksakkah sé að þykjast rappa í þessu lagi þá er þetta miklu meira pönk en rapp.

Cacksakkah ákvað að nýta sér athyglina sér til framdráttar í stað og setti inn nýja færsu á síðu Pönkara Íslands. Þar segir hann meðal annars að hann geri sér grein fyrir því að fáir líki við tónlist hans en það efli hann frekar en hitt.

Frekari miðlar með Cacksakkah og nýju plötunni:

Youtube

Bandcamp

Spotify

Facebook, þar sem hægt er að panta eintak af plötunni á vínyl.

Einnig er hægt að panta í gegnum Friðrik Atlason á Facebook eða á netfanginu fatlason@gmail.com.

2 thoughts on “Nýtt lag frá Cacksakkah veldur usla í netheimum

  1. “Þið getið hnýtt ykkur saman á rasshárum og slefað svo vel hvort upp í annars kjafta!” Það hefi ég (fengið að láni frá Fræbbblunum) að segja við þá sem hallmæla Cackanum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *