Eftir þrotlausa vinnu síðustu mánuði er ÞRIÐJA BYLGJAN loksins að koma út. Cacksakkah þarf ekki margar vikur til að gefa út plötuna, hún kemur út öll í einu á þriðjudaginn 2. mars.
Og ekki nóg með að hún sé gefin út á vínyl, heldur kemur út myndband við lagið “Ég skal hætta að rappa” í leikstjórn El Loco og Bardi the Catfather. Frumsýning á myndbandinu verður í beinni á Youtube kvöldið fyrir útgáfu plötunnar – á mánudaginn 1. mars klukkan 22:00.
Platan mun fást í öllum helstu plötubúðum miðbæjar Reykjavíkur, leitið bara að plakatinu. Svo er hægt að panta plötuna, hvort heldur hér á síðunni eða á Facebook.
2 thoughts on “ÞRIÐJA BYLGJAN kemur út á þriðjudag!”
Wunderbar! Endlich! Das Warten hat ein Ende!
Ja. Das ist toll. Supertoll!