Cacksakkah hannar tímamótahamborgara með Hamborgarafabrikunni

Hér er Cacksakkah á leið inn í heimsveldi Hamborgarafabrikunar að útbúa nýja Jólaborgarann, sem bragðast eins og pizza. Þarna er hann á heimaslóðum enda ólst hann upp í nágrenninu og finnst hann loksins vera kominn heim.

Cacksakkah hefur í samstarfi við Hamborgarafabrikuna útbúið Jólaborgarann í ár. Að sjálfsögðu fékk hann nafnið Cackburger, sem bæði er vísun í nafn Cacksakkah og segja má að slangrið eigi vel við rokkhetju á við Cacksakkah. Við gerð hamborgarans var farið út fyrir þægindarammann og hugsað alveg upp á nýtt. Að sameina uppáhald allra, hamborgara og pizzu. Þetta er eitthvað sem allir hafa viljað gera en enginn þorað. Í hamborgarann sjálfann er notað nautahakk en auk þess er bei­kon, chedd­ar ostur, hálfþurrkaðir tóm­at­ar, rauðlauk­ur, súr­ar gúrk­ur og pizzasósa. Brauðið er alger nýjung í hamborgaraheiminum en það er í raun hefðbundið pizzadeig. Hvítlauksolíu er svo sullað yfir herlegheitin ásamt slurk af oregano. Með þessu er svo franskar, búnar til úr brauðstangadegi og kokteilsósa. Þetta er svo gott að Cacksakkah segir að tilfinningin við að borða þennan hamborgara sé sú sama og borða pizzu.

3 thoughts on “Cacksakkah hannar tímamótahamborgara með Hamborgarafabrikunni

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *