Cacksakkah lætur allt flakka í ævisögunni: “Ég er eini rapparinn á Íslandi”

Cacksakkah í Rúnkskúrnum, þar sem meistarinn býr alla sína tónlist til.

Cacksakkah er að gefa út sína fyrstu ævisögu, Cacksakkah – hingað og ekki lengra. Þrátt fyrir stuttan feril er frá nógu að segja. “Allan ferilinn hef ég verið algjör trúður og alltaf með vesen en ekkert til að hafa áhyggjur af,” segir Cacksakkah sem alltaf langaði að eitthvað yrði úr honum.

Cacksakkah byrjaði ferilinn á því að covera Frikka Dór. Síðan þá hafa nokkrir vel valdir tónlistarmenn fengið yfirhalningu hjá Cacksakkah. Nú aðeins þremur árum síðar er hann farinn að semja eigin tónlist. Og fyrir valinu varð rapptónlist. “En það sem enginn veit er að ég er að vinna í ævisögu og hún kemur út núna fyrir jól.” Aðspurður hvort þetta sé tímabært, áður en fyrsta frumsamda lagið kemur út segir Cacksakkah svo vera “Ég hef alveg verið tekinn af lífi af mörgum fyrir að vera að gefa út ævisögu eftir þriggja ára stopulann feril. En miðað við allt sem ég hef upplifað þá er þetta meira eins og 300 ár,” segir Cacksakkah og heldur áfram “Það kom grein um daginn þar sem var verið að tala um dauða rappsins hér á Íslandi. En það sem fólk veit ekki, er að ég er ekki bara Cacksakkah. Ég er alls konar. Ég er líka rappari. Ég er eini rapparinn á Íslandi”.

Ævisöguna skrifar Cacksakkah sjálfur og gefur hann hana einnig út sjálfur. Spennandi verður að fylgjast með sölutölum en Cacksakkah segist ekki kunna á bókatölur. “Ég kann bara á tölur úr tónlistinni og ef þetta verður eitthvað svipað og þær þá má búast við bókin seljist upp á svipstundu,” segir Cacksakkah í lokin sem segist ekki ætla að gera aðra prentun. “Nei, nú er það tónlistin sem tekur allan minn tíma, ég má ekkert vera að þessu”.

One thought on “Cacksakkah lætur allt flakka í ævisögunni: “Ég er eini rapparinn á Íslandi”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *