Nóg að gera!
Það er búið að vera í nógu að snúast hjá Cacksakkah síðustu vikur. Undirbúningur á útgáfu Þriðju bylgjunnar, einu rapplötunnar sem kemur út á Íslandi þessi misserin, er í algleymi. Aðspurður segir Cacksakkah ólíklegt að hún komi út fyrir jól er enda í miklu að snúast fyrir slíkt meistaraverk.
“Það er ýmislegt sem ég er ekki alveg ánægður með og þarf að laga. Mér er nú líka nokk sama um jólasöluna, hún yrði hvort eð er bara brot af sölunni sem verður á næstu mánuðum”.
KIND
Cacksakkah og Ólafur Guðsteinn Kristjánsson hafa tekið upp samstarf undir heitinu KIND. Þeir hyggjast gefa út þrettán verk núna fyrir jólin, eitt á dag frá og með 12. desember. Þetta verða 13 fallegar hugvekjur, Óli sér um textasmíð og upplestur en Cacksakkah fyllir upp í með tónum.
“Þetta er svolítið öðruvísi en ég hef verið að gera hingað til en eins og ég hef sagt þá er ég svo margt og því get ég svo margt. Sem leiðir að því að ég geri svo margt” segir Cacksakkah.
Að vera útilokaður
Þetta er hins vegar ekki eina samstarfsverkefni þeirra Óla. Í dag kom út nýtt jólalag eftir þá félaga. “Viltu jól?” heitir það og semja þeir textann saman en lagasmíð og fluttning sér Cacksakkah alfarið um. Cacksakkah sendi þetta lag í jólalagaakeppni Rásar 2 en lagið var ekki valið í úrslit.
“Þetta er náttúrulega bara óþolandi. Ég hlustaði á öll lögin í keppninni í dag, þegar þau voru kynnt til sögunnar. Það er ekkert að gerast í jólalagabransanum í ár. Það er í raun engu leyft að gerast í þessum bransa. Þessi svokallaða dómnefnd hefur engan kjark. Ég veit ekki hver velst í svona nefndir en að skattfé borgaranna sé eytt í þessa vitleysu er bara óþolandi. Ég hef sett allt sem ég á í þetta, sál mína og kraft. Að vera að galopna sig svona fyrir öllum en vera svo útilokaður er bara ekkert auðvelt, ég skal alveg viðurkenna það”.
Sem betur fer er Rás 2 ekki upphaf og endir tónlistar á Íslandi og Cacksakkah gaf lagið sem má hlusta annars staðar hér á heimasíðunni. Svo er lagið komið á Spotify þar sem laginu er streymt af mikilli ákefð áðdáenda, fyrir utan Bandcamp og svo setti Cacksakkah í myndband sem sjá má hér og á Youtube. Nú þurfa aðdáendur bara að sýna þessu liði að Cacksakkah er eini alvöru jólasveinninn í ár. Hlustið, njótið dreifið…
Þetta er svívirðilegt að heyra um!
Þetta er samsæri og Óli Palli standur á bakvið þetta.